VOR 201410. apríl - 10. júlí 2014 í Gallerí LAK, Akureyri Linda sýnir að þessu sinni ný olíumálverk af kirsuberjatrjám og magnolíum, myndir unnar með bleki ásamt nokkrum eldri verkum og grafíkmyndum. Hugleiðing Vorið er svo yndislegur tími. Sérhver dagur baðaður sólskini svo kærkominn, hver einasta gráða á hitamælinum lofuð frá dýpstu hjartarótum, hver brumhnappur stórkostlegt undur á að líta og hver fruma í líkamanum að springa af eftirvæntingu eftir sumrinu. Við erum búin að bíða svo lengi. Ég vildi að það væru bleik tré á Íslandi. |
|