Linda Óla myndlistamaður málar olíumálverk og vatnsitamyndir. Að auki hannar hún og handmálar munstur á kerti, gestabækur og myndaalbúm sem henta fyrir hin ýmsu tilefni, svo sem brúðkaup, fermingar, skírnir, útskriftir, minningar og afmæli. Einnig gerir hún tækifæriskort og tekur að sér skrautritun. Á hverju ári hannar hún nýtt jólamunstur og málar á jólakúlur úr gleri. Hver árgangur er í takmörkuðu upplagi þar sem hver kúla er einstök, því engar tvær eru með sömu litasamsetningunni.
Linda rekur vinnustofu og gallerí við Hafnarstræti 97, 2. hæð og þar eru einnig haldin námskeið í m.a. Olíumálun, vatnslitamálun og skrautritun. Vinnustofan er opið alla virka daga milli kl. 14-17 og eftir samkomulagi. |